Ísland ekki á morgun heldur hinn

Hef alltaf átt erfitt með að telja niður dagana. Einhver meinloka hjá mér. Telur maður daginn í dag með eða? og svo framvegis. Þess vegna held ég mig við dagsetningar og hvika hvergi í þeirri örvæntingafullu þörf að fela þessa fötlun mína. En sem sagt við Alexander förum heim til Íslands á miðvikudaginn.
Ég sit hérna og er að reyna að hamra saman einhverju vitrænu til að tala um í prófinu sem ég fer í á morgun. Verður væntanlega ekkert voðalega auðvelt, en tekur væntanlega fljótt af. Förum í prófið klukkan rúmlega 9 og verðum inni í svona rúman klukkutíma. Fáum svo einkun strax. Hin tvö prófin hafa gengið vel og við höfum fengið danskar 9ur í báðum. Eins og er erum við hópurinn efstir í meðaltalinu, en er ansi hræddur um að það breytist á morgun.

Annars er bara fínt hérna. Sólin skein á guðhrædda sem trúlausa í dag.

jæja, tómt málið. Þarf að fylla á.

sjáumst síðar.

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Gangi þér vel í síðasta prófinu, kæri vinur. Og góða ferð! Verður vafalítið gott fyrir þig og ykkur að komast heim í kuldann.
Helgi Þór.
Nafnlaus sagði…
Góða ferð heim, feðgar. Vonumst eftir að hitta ykkur ;-).
Kv Munda og Raggi

Vinsælar færslur